Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2021 14:43 Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld. Gísli Berg Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira