Nóg væntanlegt í bíó Heiðar Sumarliðason skrifar 20. maí 2021 14:31 Fast & Furious 9 er væntanleg. Í gær safnaðist allt helsta fólkið í Hollywood saman og fagnaði því að dyrnar að kvikmyndahúsum séu nú galopnar. Þar kynntu kvikmyndaverin sínar helstu væntanlegu myndir, en margar þeirra urðu frestunum að bráð vegna Covid-19. Þetta þýðir að íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga von á betri tíð og munu stórmyndir loks skjóta upp kollinum á komandi vikum og mánuðum. Hér gefur að líta það helsta sem er væntanlegt í íslensk kvikmyndahús á næstu fjórum vikum. A Quiet Place Part II. Sambíó, Laugarásbíó. 26. maí. A Quiet Place er klárlega ein af betur heppnuðu hrollvekjum síðari ára, en nú kemur framhald hennar. Hún fjallaði um baráttu Abbott-fjölskyldunnar við blind skrímsli með ofurnæma heyrn. Hér halda þau viðureign sinni við skrímslin áfram, en ný ógn lætur þó einnig á sér kræla. Það munaði minnstu að A Quiet Place Part II slyppi inn fyrir fyrstu Covid-lokanir, auglýsingaskiltið var m.a.s. komið á framhlið Sambíóanna við Álfabakka á sínum tíma. Það er því viðeigandi að hún sé ein fyrstu seinkuðu myndanna til að rata á hvíta tjaldið. Dómar um myndina hafa þegar birst og eru í jákvæðari kantinum, þó þeir nái ekki alveg sömu hæðum og umsagnir um fyrri myndina. Cruella. Sambíó, Smárabíó. 26. maí. Cruella fjallar um yngri ári Cruellu de Vil úr 101 Dalmatians. Það er Emma Stone sem leikur Grimmhildi, sem síðar átti sér þá ósk heitasta að eignast pels úr dalmatíuhundaskinni. Í þessum undanfara er de Vil ungur og upprennandi fatahönnuður í miðri pönk senunni í London. En hér sjáum við hvað varð til þess að hún breyttist í grimman hundaslátrara. Cruella er gefin út á Disney+ samhliða kvikmyndahúsaútgáfunni, en greiða þarf aukalega fyrir aðgang að henni þar. Saumaklúbburinn. Laugarásbíó, Smárabíó. 2. júní. Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir. Þetta er þriðja gamanmyndin í röð frá framleiðendunum Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni, en frá þeim komu Síðasta veiðiferðin og Amma Hófí. Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifuðu handritið, en Gagga leikstýrir. Meðal helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. The Conjuring: The Devil Made Me Do It. Sambíó, Smárabíó. 2. júní. The Devil Made Me Do It er þriðja myndin í The Conjuring seríunni (þó hún sé áttunda kvikmyndin úr The Conjuring heiminum). Líkt og áður er innblásturinn sóttur í raunveruleg mál, en nú er það réttarhaldið yfir Arne Cheyenne Johnson sem er stökkpallurinn. Johnson myrti leigusala sinn árið 1981 og hélt því fram við réttarhöldin að hann hefði verið andsetinn af illum anda. Maðurinn á bak við seríuna, James Wan, er hér fjarri góðu gamni og Michael Chaves hefur tekið við stjórnartaumunum. Chaves hefur áður leikstýrt mynd úr Conjuring heiminum, The Curse of la Llorna, sem var því miður ekki á sama gæðastaðli og Conjuring-myndir James Wans. Því verður áhugavert að sjá hvort hér verði haldið dampi, eða hvort standardinn lækki vegna brotthvarfs Wans. In the Heights. Sambíó. 17. júní. Hér er á ferðinni kvikmynda aðlögun á vinsælum söngleik, sem fjallar um íbúa Washington Heights-hverfisins í New York og drauma þeirra. Höfundarnir eru ekki af verri endanum, því söngleikurinn er eftir Lin-Manuel Miranda sem þekktastur er fyrir að vera höfundur Hamilton, sem sýndur var á Broadway við miklar vinsældir. Quiara Alegría Hudes er meðhöfundur söngleiksins, en hún skrifar einnig handritið að kvikmyndaútgáfunni. Leikstjórinn er Jon M. Chu, sem þekktastur er fyrir Crazy Rich Asians og G.I. Joe: Retaliation. Fast & Furious 9. Sambíó, Smárabíó, Laugarásbíó. 25. júní. The Fast and the Furious kvikmyndabálkurinn virðist ódrepandi, því hér kemur níunda myndin í röðinni. Í henni fær Cipher yngri bróður Doms til að aðstoða sig við að ná fram hefndum gegn Dom og hans liði. Það Tævaninn Justin Lin sem heldur um stjórnartaumana á sinni fjórðu Fast and the Furious-mynd. Vin Diesel er hér enn í hlutverki Doms og Charlize Theron leikur Cipher. Stjörnubíó Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þetta þýðir að íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga von á betri tíð og munu stórmyndir loks skjóta upp kollinum á komandi vikum og mánuðum. Hér gefur að líta það helsta sem er væntanlegt í íslensk kvikmyndahús á næstu fjórum vikum. A Quiet Place Part II. Sambíó, Laugarásbíó. 26. maí. A Quiet Place er klárlega ein af betur heppnuðu hrollvekjum síðari ára, en nú kemur framhald hennar. Hún fjallaði um baráttu Abbott-fjölskyldunnar við blind skrímsli með ofurnæma heyrn. Hér halda þau viðureign sinni við skrímslin áfram, en ný ógn lætur þó einnig á sér kræla. Það munaði minnstu að A Quiet Place Part II slyppi inn fyrir fyrstu Covid-lokanir, auglýsingaskiltið var m.a.s. komið á framhlið Sambíóanna við Álfabakka á sínum tíma. Það er því viðeigandi að hún sé ein fyrstu seinkuðu myndanna til að rata á hvíta tjaldið. Dómar um myndina hafa þegar birst og eru í jákvæðari kantinum, þó þeir nái ekki alveg sömu hæðum og umsagnir um fyrri myndina. Cruella. Sambíó, Smárabíó. 26. maí. Cruella fjallar um yngri ári Cruellu de Vil úr 101 Dalmatians. Það er Emma Stone sem leikur Grimmhildi, sem síðar átti sér þá ósk heitasta að eignast pels úr dalmatíuhundaskinni. Í þessum undanfara er de Vil ungur og upprennandi fatahönnuður í miðri pönk senunni í London. En hér sjáum við hvað varð til þess að hún breyttist í grimman hundaslátrara. Cruella er gefin út á Disney+ samhliða kvikmyndahúsaútgáfunni, en greiða þarf aukalega fyrir aðgang að henni þar. Saumaklúbburinn. Laugarásbíó, Smárabíó. 2. júní. Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir. Þetta er þriðja gamanmyndin í röð frá framleiðendunum Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni, en frá þeim komu Síðasta veiðiferðin og Amma Hófí. Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifuðu handritið, en Gagga leikstýrir. Meðal helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. The Conjuring: The Devil Made Me Do It. Sambíó, Smárabíó. 2. júní. The Devil Made Me Do It er þriðja myndin í The Conjuring seríunni (þó hún sé áttunda kvikmyndin úr The Conjuring heiminum). Líkt og áður er innblásturinn sóttur í raunveruleg mál, en nú er það réttarhaldið yfir Arne Cheyenne Johnson sem er stökkpallurinn. Johnson myrti leigusala sinn árið 1981 og hélt því fram við réttarhöldin að hann hefði verið andsetinn af illum anda. Maðurinn á bak við seríuna, James Wan, er hér fjarri góðu gamni og Michael Chaves hefur tekið við stjórnartaumunum. Chaves hefur áður leikstýrt mynd úr Conjuring heiminum, The Curse of la Llorna, sem var því miður ekki á sama gæðastaðli og Conjuring-myndir James Wans. Því verður áhugavert að sjá hvort hér verði haldið dampi, eða hvort standardinn lækki vegna brotthvarfs Wans. In the Heights. Sambíó. 17. júní. Hér er á ferðinni kvikmynda aðlögun á vinsælum söngleik, sem fjallar um íbúa Washington Heights-hverfisins í New York og drauma þeirra. Höfundarnir eru ekki af verri endanum, því söngleikurinn er eftir Lin-Manuel Miranda sem þekktastur er fyrir að vera höfundur Hamilton, sem sýndur var á Broadway við miklar vinsældir. Quiara Alegría Hudes er meðhöfundur söngleiksins, en hún skrifar einnig handritið að kvikmyndaútgáfunni. Leikstjórinn er Jon M. Chu, sem þekktastur er fyrir Crazy Rich Asians og G.I. Joe: Retaliation. Fast & Furious 9. Sambíó, Smárabíó, Laugarásbíó. 25. júní. The Fast and the Furious kvikmyndabálkurinn virðist ódrepandi, því hér kemur níunda myndin í röðinni. Í henni fær Cipher yngri bróður Doms til að aðstoða sig við að ná fram hefndum gegn Dom og hans liði. Það Tævaninn Justin Lin sem heldur um stjórnartaumana á sinni fjórðu Fast and the Furious-mynd. Vin Diesel er hér enn í hlutverki Doms og Charlize Theron leikur Cipher.
Stjörnubíó Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira