Tvöfaldur Ólympíumeistari sleit hásin rétt fyrir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:01 Christian Taylor ætlaði sér að vinna þriðja Ólympíugullið í röð í Tókýó í sumar en nú er ljóst að ekkert verður að því. Getty/Cameron Spencer Margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari missir af Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eftir að hafa meiðst illa í vikunni. Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira