Enginn leikmaður frá Real í spænska hópnum fyrir EM | Laporte valinn í fyrsta skipti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 13:00 Sergio Ramos fær ekki tækifæri til að bæta við 180 landsleiki sína á EM í sumar. Jose Breton/Getty Images Landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. Aymeric Laporte er í fyrsta sinn í hópnum en athygli vekur að enginn leikmaður Real Madrid er í hópnum. Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain]. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira