„Við höfum smá tíma“ Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 10:00 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði og er farið að gera sig líklegt til að leita niður úr fjallinu og út í sjó yfir Suðurstrandarveg. Spurningin er hve langan tíma það tekur hraunið að fylla Nátthaga. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25