„Við höfum smá tíma“ Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 10:00 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði og er farið að gera sig líklegt til að leita niður úr fjallinu og út í sjó yfir Suðurstrandarveg. Spurningin er hve langan tíma það tekur hraunið að fylla Nátthaga. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25