Segja að Real vilji losna við Bale og Hazard | Allegri tilkynntur í næstu viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 17:45 Þessir tveir verða eflaust ekki í leikmannahópi Real Madrid á næstu leiktíð. Oscar J. Barroso/Getty Images Heimildir Sky Sports herma að Real Madríd vilji losna við vængmennina Gareth Bale og Eden Hazard í sumar. Reikna má með mikilli uppstokkun hjá Madrídingum í sumar þar sem Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, virðist einnig á förum. Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira