Á morgun verður AstraZeneca bólusetning en eingöngu gefinn seinni skammtur. Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri skammt af bóluefninu geta valið um AstraZeneca eða Pfizer í seinni bólusetningu. Bólusett verður frá kl. 10.30 til 12.
Ekki verða fleiri bólusetningar í þessari viku, að því er segir á vefsíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt covid.is hafa 28,2 prósent Íslendinga 16 ára og eldri verið hálfbólusett. Þá hafa 27,2 prósent verið fullbólusett. 2,2 prósent hafa fengið Covid-19 eða mælst með mótefni.