Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2021 21:45 Þemað í búningnum er nýstorknað hraun. Vísir/Egill Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira