Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru starfsmenn að saga og virðist sem að neisti hafi komið þannig að kviknaði í sagi. Starfsmennirnir voru þó búnir að slökkva eldinn að mestu þegar slökkvilið bar að garði.
Slökkvilið var enn á vettvangi nú skömmu fyrir klukkan 16 þar sem unnið var að reykræstingu.
RÚV greindi fyrst frá málinu.