Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Guðmundur Daði Rúnarsson er framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira