Fótbolti

Guardiola: Við þurftum á öllum okkar leikmönnum að halda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola var niðurlútur eftir tap sinna manna gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Pep Guardiola var niðurlútur eftir tap sinna manna gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Manchester City FC/Manchester City FC via Getty Images

Pep Guardiola var eðlilega svekktur eftir tap Manchester City gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann vonast til þess að koma liðinu aftur á þennan stað í keppninni í náinni framtíð.

„Við erum búnir að eiga frábært tímabil,“ sagði Pep eftir leikinn. „Þetta var jafn leikur og við fengum okkar færi.“

„Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Við sýndum hugrekki, en leikmenn Chelsea gerðu vel í að koma í veg fyrir að við myndum klára færin okkar.“

„Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi henta best og leikmennirnir voru frábærir í kvöld. Við komum vonandi aftur einn daginn.“

Kevin De Bruyne þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla. Pep segir að liðið hafi þurft á honum að halda.

„Hann meiddist í þessum leik og það er eitthvað sem gerist í þessari keppni og í svona leikjum. Við þurftum á öllum okkar leikmönnum að halda.“

Varðandi framtíðina segist Pep vera farinn að einblína á næsta tímabil.

„Núna þurfa leikmenn að einbeita sér að því að hvíla sig og fara að undirbúa næsta tímabil í framhaldi af því. Þetta var í fyrsta skipti sem að við komumst á þetta stig og vonandi verðum við aftur hérna í framtíðinni.“


Tengdar fréttir

Mason Mount: Við erum besta lið í heimi

Mason Mount hefur verið á mála hjá Chelsea síðan hann var sex ára gamall. Það var því tilfinningarík stund fyrir þennan 22 ára leikmann að vinna Meistaradeildina með uppeldisfélaginu.

Kai Havertz: Við unnum helvítis Meistaradeildina

Kai Havertz skoraði eina mark leiksins þegar Chelsa og Manchester City mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Þetta var fyrsta mark Havertz í Meistaradeildinni.

Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn

Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×