Fótbolti

De Bru­yne nef­brotinn | EM í hættu?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Bruyne fer meiddur af velli í gær.
De Bruyne fer meiddur af velli í gær. EPA-EFE/David Ramos

Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í gærkvöld er Manchester City tapaði 1-0 gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú staðfest að vera nefbrotinn.

Kevin De Bruyne hóf leikinn á miðju Man City en þurfti að fara af velli eftir klukkustund vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hann skall á Antonio Rüdiger, varnarmanni Chelsea.

Svo virtist sem Rüdiger hafi ætlað að hindra för De Bruyne en því miður fyrir Belgann skall hann illa utan í þýska varnarmanninum með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði ásamt því að bráka beinið í kringum augntóftina.

Skelfileg meiðsli fyrir De Bruyne sem gæti nú misst af Evrópumótinu í sumar. Miðjumaðurinn knái staðfesti meiðslin á Twitter-síðu sinni en sagði ekkert um Evrópumótið.

Belgía er í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Fyrsti leikur Belga er gegn Rússum þann 12. júní og því litlar líkur á að De Bruyne verði orðinn leikfær þegar sá leikur fer fram. 


Tengdar fréttir

Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn

Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.

Kai Havertz: Við unnum helvítis Meistaradeildina

Kai Havertz skoraði eina mark leiksins þegar Chelsa og Manchester City mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Þetta var fyrsta mark Havertz í Meistaradeildinni.

Mason Mount: Við erum besta lið í heimi

Mason Mount hefur verið á mála hjá Chelsea síðan hann var sex ára gamall. Það var því tilfinningarík stund fyrir þennan 22 ára leikmann að vinna Meistaradeildina með uppeldisfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×