Handbolti

Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimir Örn sýnir Kristni Guðmundssyni gula spjaldið.
Heimir Örn sýnir Kristni Guðmundssyni gula spjaldið.

Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð.

Atvikið átti sér stað snemma í seinni hálfleik í stöðunni 21-16 fyrir FH.

FH-ingar voru þá að undirbúa sig undir að taka aukakast eftir að Róbert Sigurðarson hafði brotið á Einari Rafni Eiðssyni.

Kristinn Guðmundsson hafði greinilega séð eitthvað sem hann var ósáttu við og lét í sér heyra á hliðarlínunni.

Heimir Örn stoðvaði þá leikinn, gaf Kidda gult spjald og las honum síðan pistilinn. Hann bað síðan Magnús Kára Jónsson sem dæmdi leikinn með sér um að skipta um stað við sig svo hann gæti fylgst betur með Kidda.

Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Heimir lætur Kidda heyra það



Fleiri fréttir

Sjá meira


×