Zidane sendi Real Madrid tóninn í opnu bréfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:30 Zinedine Zidane fannst hann ekki fá nógu mikinn stuðning hjá Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce Zinedine Zidane segist sorgmæddur yfir endalokunum hjá Real Madrid. Hann sendi félaginu tóninn í opnu bréfi í AS. Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira