Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 15:15 Lok, lok og læs á Air France í Rússlandi. Evrópsk yfirvöld hvetja flugfélög til að fljúga ekki yfir Hvíta-Rússland eftir að þarlend yfirvöld létu stöðva för farþegaþotu til að hafa hendur í hári blaðamanns sem hefur verið gagnrýninn á þau. Vísir/EPA Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp. Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp.
Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent