De Bruyne sleppur við skurðarborðið og verður með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 09:30 Kevin De Bruyne fór grátandi af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Carl Recine Belgar fengu góðar fréttir í gær þegar landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez sagði frá því að Kevin De Bruyne yrði væntanlega með á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð