Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Árni Sæberg skrifar 1. júní 2021 15:41 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi. Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi.
Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum