Kópavogur hefur ekki innleitt Barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 1. júní 2021 11:00 Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Kópavogur Réttindi barna Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
(1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun