Börnum mismunað þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2021 17:31 Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun