Sendu út 10 þúsund skyndiboðanir í bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 21:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2 Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist. Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00
Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30
Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10
Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda