Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 11:30 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Isavia Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira