Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 11:38 Í evrópsku skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna. Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent. Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent.
Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira