Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 20:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður reiður yfir því að fólk hafi verið að gera grín að bloggsíðu hans og litlum vinsældum hennar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira