Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 22:16 Paxton Smith í pontu á útskriftarafhöfn hennar á sunnudaginn. Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu. Upprunalega ætlaði Smith að tala um fjölmiðla í ræðu sinni á sunnudaginn en þess í stað talaði hún um ný lög í Texas og sagði ókunnuga menn hafa tekið ákvörðun sem breytti lífum hennar og annarra kvenna. „Ég á mér drauma, vonir og metnað. Það sama á við hverja stúlku sem er að útskrifast í dag,“ sagði Smith. „Við höfum unnið hörðum höndum að framtíð okkar og án aðkomu okkar eða samþykkis höfum við verið sviptar stjórn yfir framtíðinni.“ Hún sagðist lafandi hrædd við það að getnaðarvarnir virkuðu ekki sem skyldi eða henni yrði nauðgað. Þá skiptu draumar hennar, vonir og metnaður ekki lengur máli. Hlusta má á ræðu Smith í spilaranum hér að neðan. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, skrifaði nýverið undir umdeilt lagafrumvarp Repúblikana í Texas, sem snýr að því að banna þungunarrof eftir sex vikna óléttu. Flestar konur vita ekki að þær séu óléttar innan sex vikna og í lögunum er engin undanþága gefin vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þessi lög eru kölluð hjartsláttar-lögin þar sem hægt er að nota háþróaða tækni til að greina rafbylgjur frá fósturvísum eftir sex vikur, jafnvel þó fósturvísir sé ekki skilgreindur sem fóstur fyrr en í upphafi elleftu viku óléttu. Lögin, sem eiga að taka gildi í september, eru með þeim ströngustu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt New York Times. Þau eru sömuleiðis einstök að því leyti að samkvæmt þeim má hver sem er höfða mál gegn einhverjum sem á að hafa framkvæmt eða aðstoðað við þungunarrof. Gagnrýnendur þeirra segja að andstæðingar þungunarrofs muni geta notað réttarkerfið til að láta lögsóknum rigna yfir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og jafnvel vini sem keyra konur í þungunarrof eða foreldra sem greiða fyrir slíka aðgerð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Féll ekki í kramið hjá öllum Ræðan hefur eins og áður segir vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um hana í stærstu fjölmiðlum vestanhafs. Eðli málsins samkvæmt hefur ræða Smith ekki fallið í kramið hjá öllum en samkvæmt AP fréttaveitunni ætla embættismenn sem stýra skólakerfi Lake Higlands að endurskoða reglurnar og framkvæmd ræðu þess sem verður dúx næsta árs. Smith sagðist í samtali við AP ekki hafa getað flutt sína upprunalegu ræðu. Hún hafi verið að reyna að klára ákveðið verkefni í aðdraganda útskriftarhátíðarinnar en ekki getað hætt að hugsa um lögin nýju. Þá sagðist hún hafa óttast að slökkt yrði á hljóðnema hennar og að henni yrði mögulega ekki afhent prófskírteini hennar. Ekki var slökkt á hljóðnemanum en henni var tilkynnt að forsvarsmenn skólans hefðu rætt sín á milli um að afhenda henni ekki prófskírteinið. Þá sagði hún viðbrögðin við ræðunni hafa komið sér verulega á óvart. Henni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum og þar á meðal af Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðenda. This took guts. Thank you for not staying silent, Paxton. https://t.co/DlwEgmMRGN— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 2, 2021 Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp lög sem meina þungunarrof eftir sex vikur en alríkisdómstólar hafa að mestu komið í veg fyrir að þessi lög taki gildi. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti hins vegar nýverið að taka fyrir lög í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtán vikur. Verði niðurstaða Hæstaréttar í því máli í takt við andstæðinga þungunarrofs gæti það leitt til enn meiri takmarkana víðsvegar um Bandaríkin. Dómarar skipaðir af Repúblikönum eru í meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Hæstiréttur mun líklegast taka málið upp í haust og búist er við niðurstöðu næsta vor. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Upprunalega ætlaði Smith að tala um fjölmiðla í ræðu sinni á sunnudaginn en þess í stað talaði hún um ný lög í Texas og sagði ókunnuga menn hafa tekið ákvörðun sem breytti lífum hennar og annarra kvenna. „Ég á mér drauma, vonir og metnað. Það sama á við hverja stúlku sem er að útskrifast í dag,“ sagði Smith. „Við höfum unnið hörðum höndum að framtíð okkar og án aðkomu okkar eða samþykkis höfum við verið sviptar stjórn yfir framtíðinni.“ Hún sagðist lafandi hrædd við það að getnaðarvarnir virkuðu ekki sem skyldi eða henni yrði nauðgað. Þá skiptu draumar hennar, vonir og metnaður ekki lengur máli. Hlusta má á ræðu Smith í spilaranum hér að neðan. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, skrifaði nýverið undir umdeilt lagafrumvarp Repúblikana í Texas, sem snýr að því að banna þungunarrof eftir sex vikna óléttu. Flestar konur vita ekki að þær séu óléttar innan sex vikna og í lögunum er engin undanþága gefin vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þessi lög eru kölluð hjartsláttar-lögin þar sem hægt er að nota háþróaða tækni til að greina rafbylgjur frá fósturvísum eftir sex vikur, jafnvel þó fósturvísir sé ekki skilgreindur sem fóstur fyrr en í upphafi elleftu viku óléttu. Lögin, sem eiga að taka gildi í september, eru með þeim ströngustu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt New York Times. Þau eru sömuleiðis einstök að því leyti að samkvæmt þeim má hver sem er höfða mál gegn einhverjum sem á að hafa framkvæmt eða aðstoðað við þungunarrof. Gagnrýnendur þeirra segja að andstæðingar þungunarrofs muni geta notað réttarkerfið til að láta lögsóknum rigna yfir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og jafnvel vini sem keyra konur í þungunarrof eða foreldra sem greiða fyrir slíka aðgerð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Féll ekki í kramið hjá öllum Ræðan hefur eins og áður segir vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um hana í stærstu fjölmiðlum vestanhafs. Eðli málsins samkvæmt hefur ræða Smith ekki fallið í kramið hjá öllum en samkvæmt AP fréttaveitunni ætla embættismenn sem stýra skólakerfi Lake Higlands að endurskoða reglurnar og framkvæmd ræðu þess sem verður dúx næsta árs. Smith sagðist í samtali við AP ekki hafa getað flutt sína upprunalegu ræðu. Hún hafi verið að reyna að klára ákveðið verkefni í aðdraganda útskriftarhátíðarinnar en ekki getað hætt að hugsa um lögin nýju. Þá sagðist hún hafa óttast að slökkt yrði á hljóðnema hennar og að henni yrði mögulega ekki afhent prófskírteini hennar. Ekki var slökkt á hljóðnemanum en henni var tilkynnt að forsvarsmenn skólans hefðu rætt sín á milli um að afhenda henni ekki prófskírteinið. Þá sagði hún viðbrögðin við ræðunni hafa komið sér verulega á óvart. Henni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum og þar á meðal af Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðenda. This took guts. Thank you for not staying silent, Paxton. https://t.co/DlwEgmMRGN— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 2, 2021 Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp lög sem meina þungunarrof eftir sex vikur en alríkisdómstólar hafa að mestu komið í veg fyrir að þessi lög taki gildi. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti hins vegar nýverið að taka fyrir lög í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtán vikur. Verði niðurstaða Hæstaréttar í því máli í takt við andstæðinga þungunarrofs gæti það leitt til enn meiri takmarkana víðsvegar um Bandaríkin. Dómarar skipaðir af Repúblikönum eru í meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Hæstiréttur mun líklegast taka málið upp í haust og búist er við niðurstöðu næsta vor.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira