Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:26 Birgitta Birgisdóttir og Karlotta Guðjónsdóttir lentu í síðustu vikunni af þremur sem dregið var um í bólusetningarröðun í dag. Þær láta það þó ekki á sig fá og hlakka til að fá sprautu. Vísir Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira