Íslenski boltinn

ÍBV kom til baka og náði í stig gegn Kór­drengjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kórdrengir náðu í stig í Vestmannaeyjum.
Kórdrengir náðu í stig í Vestmannaeyjum. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV og Kórdrengir gerðu 2-2 jafntefli í Vestmannaeyjum. Um var að ræða eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Gestirnir komust nokkuð óvænt 2-0 yfir eftir að verða manni færri er Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fékk rautt spjald á 13. mínútu leiksins. Þórir Rafn Þórisson kom gestunum yfir eftir rúman hálftíma og staðan 0-1 í hálfleik.

Arnleifur Hjörleifsson kom gestunum í 2-0 þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Varamaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn í 2-1 og Sito jafnaði metin skömmu síðar.

Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins.

Kórdrengir eru nú með 8 stig að loknum fimm leikjum líkt og Grótta á meðan ÍBV er með sjö stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×