Innlent

Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Veðuraðstæður við eldstöðina á Reykjanesi verða ekki upp á marga fiska í dag.
Veðuraðstæður við eldstöðina á Reykjanesi verða ekki upp á marga fiska í dag. Vísir/Vilhelm

Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina.

Gert er ráð fyrir suðaustan 8-15 metrum á sekúndu og súld eða rigningu með köflum sunnan- og vestantil í dag. Annars fremur hægri sunnanátt og bjartviðri.

Á morgun er spáð austan og suðaustan 5-13 metrum á sekúndu, rigningu eða súld á víð og dreif en björtu með köflum norðaustanlands. Hitinn á landinu verður á bilinu tíu til tuttugu stig, hlýjast norðanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×