Ståle var lengi þjálfari FCK en var sagt upp í störfum fyrir áramót og nú er tekinn við norska landsliðinu.
Liðið er á Spáni þar sem þeir spila vináttulandsleik gegn Grikklandi annað kvöld og þar er heitt. Því fór Ståle í stuttbuxur.
Það voru hins vegar ekki stuttbuxur norska landsliðsins því þær voru merktar FCK. Erik Hulleberg, umsjónarmaður norska landsliðsins, sagði þetta óheppilegt.
„Það komst upp með þetta þegar hann stóð fyrir framan drengina. Ég held að nokkrum þeirra hafi brugðið þegar þeir sáu stuttbuxurnar,“ sagði Erik Hulleberg við Dagbladet.
„Ég veit ekki hvað gerðist og af hverju hann kom í þessum FCK-stuttbuxum. Það segir sig sjálft að þetta er ekki rétt þegar við erum hér en nú hef ég tekið stuttbuxurnar. Þetta endaði sem betur fer vel en þetta voru smá mistök.“
Hvornår kommer Ståle tilbage?#ståle#FCK pic.twitter.com/TF9DIE05m6
— martin Hassenkamm (@hassenkamm) June 5, 2021