Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 07:57 Enn á eftir að útfæra samkomulagið. epa/Friedemann Vogel Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. Samkomulagið miðar að því að þvinga stórfyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google og Facebook til að greiða meiri skatt. Það byggir á tveimur stoðum; önnur snýst um að fyrirtækin greiði ákveðna prósentu af hagnaði á mörkuðum þar sem umsvif þeirra eru veruleg þrátt fyrir lágmarks yfirbyggingu en hin snýst um fordæmalausan alþjóðlegan lágmarksskatt. Samkvæmt Guardian benda vinnugögn þó til þess að fyrrnefnda stoðin nái eingöngu til þeirra stórfyrirtækja þar sem hagnaðarhlutfallið er yfir 10 prósent, það er hagnaður sem hlutfall af veltu. Þetta segja sérfræðingar geta gert það að verkum að samkomulagið muni ekki ná til Amazon, þar sem hagnaðarhlutfall fyrirtækisins var 6,3 prósent árið 2020, meðal annars vegna þess að fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurfjárfestingar og að auka markaðshlutdeild sína. Guardian hefur eftir Richard Murphy, gestaprófessor við Sheffield University, að hagnaðarhlutfallsviðmiðið væri óheppilegt vegna þess hve viðskiptamódel fyrirtækja væru fjölbreytileg. Þá sagði hann að núverandi nálgun á það hvernig hagnaður væri reiknaður út fyrir hvert ríki fyrir sig biði upp á að leikið væri á kerfið. „Þetta gætu reynst falsvonir þangað til að þeir ná að útfæra þetta á réttan hátt,“ sagði hann um samkomulagið. Paul Monaghan, framkvæmdastjóri Fair Tex Foundation, segir að svo virðist sem Amazon hafi ekki „náðst“ að þessu sinni. „Ef það eru fleiri útfærsluatriði sem fela í sér að þetta nái til Amazon þá er það frábært, en það virðist ekki vera enn sem komið er.“ Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar á laugardaginn telja að samkomulagið ætti að ná til Facebook og Amazon. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Amazon Skattar og tollar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkomulagið miðar að því að þvinga stórfyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google og Facebook til að greiða meiri skatt. Það byggir á tveimur stoðum; önnur snýst um að fyrirtækin greiði ákveðna prósentu af hagnaði á mörkuðum þar sem umsvif þeirra eru veruleg þrátt fyrir lágmarks yfirbyggingu en hin snýst um fordæmalausan alþjóðlegan lágmarksskatt. Samkvæmt Guardian benda vinnugögn þó til þess að fyrrnefnda stoðin nái eingöngu til þeirra stórfyrirtækja þar sem hagnaðarhlutfallið er yfir 10 prósent, það er hagnaður sem hlutfall af veltu. Þetta segja sérfræðingar geta gert það að verkum að samkomulagið muni ekki ná til Amazon, þar sem hagnaðarhlutfall fyrirtækisins var 6,3 prósent árið 2020, meðal annars vegna þess að fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurfjárfestingar og að auka markaðshlutdeild sína. Guardian hefur eftir Richard Murphy, gestaprófessor við Sheffield University, að hagnaðarhlutfallsviðmiðið væri óheppilegt vegna þess hve viðskiptamódel fyrirtækja væru fjölbreytileg. Þá sagði hann að núverandi nálgun á það hvernig hagnaður væri reiknaður út fyrir hvert ríki fyrir sig biði upp á að leikið væri á kerfið. „Þetta gætu reynst falsvonir þangað til að þeir ná að útfæra þetta á réttan hátt,“ sagði hann um samkomulagið. Paul Monaghan, framkvæmdastjóri Fair Tex Foundation, segir að svo virðist sem Amazon hafi ekki „náðst“ að þessu sinni. „Ef það eru fleiri útfærsluatriði sem fela í sér að þetta nái til Amazon þá er það frábært, en það virðist ekki vera enn sem komið er.“ Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar á laugardaginn telja að samkomulagið ætti að ná til Facebook og Amazon. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Amazon Skattar og tollar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira