Hvenær er ég gömul? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:30 Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun