Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 14:31 Callum Reese Lawson skoraði 9 stig í þriðja leikhluta í síðasta leik og hér er hann að losa sig frá Austin James Brodeur í síðasta leik liðanna í Garðabænum. Vísir/Bára Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli