Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. júní 2021 19:18 Hljóðið í fólki í röðinni var hið ágætasta þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Vísir Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa. Fyrir hádegi náði röðin alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið Laugardalshallarinnar en í dag var fólk bólusett með seinni skammti af Astra Zeneca. Fréttastofa er með beint útsýni yfir röðina og það er alveg óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei verið eins löng og í dag. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við fólkið í röðinni í morgun sem sló flest á létta stengi. Kemur það ykkur á óvart hvernig ástandið er hérna? „Já, hræðilega. Maður átti ekki von á þessu,“ sögðu þær Gunnhildur og Edda þegar þær voru staddar aftarlega í röðinni í morgun. Þær voru með boð í bólusetningu en þær fengu fyrri sprautuna fyrir átta vikum. Stór hluti þeirra sem mættu í morgun hafði hins vegar ekki fengið boð en vonaðist til að fá seinni bólusetningu aðeins fjórum vikum frá fyrri sprautu. Gunnhildur og Edda létu smá rigningu ekki stoppa sig.Vísir „Þegar ég kom í fyrri sprautuna þá var bara stutt röð, rétt við dyrnar,“ sagði Edda. Þær vinkonur sögðu þó að góður gangur væri á röðinni og voru sammála um að smá rigningarúði fengi ekki að aftra því að þær biðu þolinmóðar eftir bóluefninu. „Mér finnst þetta mjög fyndið“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að bregðast hafi þurft við því hversu mörg létu sjá sig sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu. „Þá tókum við á það ráð að taka það fólk út úr röðinni. Það gekk fólk meðfram röðinni í allan dag og útskýrði fyrir fólki að það geti ekki komið fyrr en eftir klukkan tvö ef það er ekki með strikamerki fyrir daginn í dag.“ „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ segir Ólafur Kristinn Hrafnsson, einn þeirra sem stóð lengi í röðinni í dag, bendir á Laugardalshöllina í töluverðri fjarlægð og hlær. „Það eina sem maður óttast er að þegar það loksins kemur að manni þá er búið efnið.“ Ólafur Kristinn óttaðist það helst að efnið yrði búið loks þegar röðin kæmi að honum.Vísir „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég er búin að hlæja alla leiðina frá bílastæðinu,“ sagði Hrund Hjaltadóttir. Hvað er svona fyndið? „Bara allir þessir Íslendingar í svona röð,“ segir Hrund. Eiginmaður hennar, Guðmundur Guðnason, tekur undir. „Ég sagði við kunningja okkar sem við hittum í röðinni áðan að það væri ekki svona löng röð ef það væri útsala í ríkinu,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Hrund hlógu hreinlega að fjöldanum sem var saman kominn.Vísir „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum“ Þrettán hundruð skammtar voru eftir klukkan tvö í dag. Ragnheiður segir að hún hafi alls ekki áttað sig á því hve margir sem höfðu fengið fyrri sprautu fyrir fjórum vikum myndu freista þess að mæta í dag. Ragnheiður segir að um tíu þúsund manns hafi verið bólusettir í dag. „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum sem við gátum mögulega fundið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2 Fjármálaráðherra freistaði þess að fá sprautu Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra var mættur á svæðið um klukkan þrjú í dag en það eru fimm vikur síðan hann fékk fyrri sprautuna. „Ég átti ekki boð í dag en eftir klukkan tvö eru hinir mættir sem eru að reyna fá seinni sprautu,“ segir Bjarni. Nú hefur komið fram að vörnin sé ekki jafn góð ef það eru ekki liðnar átta vikur á milli, ertu ekkert smeykur við það? „Nei, ég held að ef það er boðið uppá þetta þá sé nú hægt að treysta því að það verði í lagi með mann,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra var á meðal þeirra sem fengu seinni skammt bóluefnis AstraZeneca í dag.Vísir Bjarni rétt náði sér í bóluefni og er nú fullbólusettur. Hann var heldur aftarlega í röðinni þegar fréttastofa ræddi við hann og fáir skammtar eftir. Því var ekki útséð með hvort hann fengi bóluefnaskammtinn sem hann sóttist eftir. „Við erum nú búnir að vera í gamni og alvöru að telja hausa hérna og við fengum fréttir af því að það væru þrettánhundruð skammtar í húsinu. Við erum bjartsýnir hérna, þeir sem eru með mér,“ sagði Bjarni áður en hann smeygði sér aftur í röðina til vina sinna. Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira
Fyrir hádegi náði röðin alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið Laugardalshallarinnar en í dag var fólk bólusett með seinni skammti af Astra Zeneca. Fréttastofa er með beint útsýni yfir röðina og það er alveg óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei verið eins löng og í dag. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við fólkið í röðinni í morgun sem sló flest á létta stengi. Kemur það ykkur á óvart hvernig ástandið er hérna? „Já, hræðilega. Maður átti ekki von á þessu,“ sögðu þær Gunnhildur og Edda þegar þær voru staddar aftarlega í röðinni í morgun. Þær voru með boð í bólusetningu en þær fengu fyrri sprautuna fyrir átta vikum. Stór hluti þeirra sem mættu í morgun hafði hins vegar ekki fengið boð en vonaðist til að fá seinni bólusetningu aðeins fjórum vikum frá fyrri sprautu. Gunnhildur og Edda létu smá rigningu ekki stoppa sig.Vísir „Þegar ég kom í fyrri sprautuna þá var bara stutt röð, rétt við dyrnar,“ sagði Edda. Þær vinkonur sögðu þó að góður gangur væri á röðinni og voru sammála um að smá rigningarúði fengi ekki að aftra því að þær biðu þolinmóðar eftir bóluefninu. „Mér finnst þetta mjög fyndið“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að bregðast hafi þurft við því hversu mörg létu sjá sig sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu. „Þá tókum við á það ráð að taka það fólk út úr röðinni. Það gekk fólk meðfram röðinni í allan dag og útskýrði fyrir fólki að það geti ekki komið fyrr en eftir klukkan tvö ef það er ekki með strikamerki fyrir daginn í dag.“ „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ segir Ólafur Kristinn Hrafnsson, einn þeirra sem stóð lengi í röðinni í dag, bendir á Laugardalshöllina í töluverðri fjarlægð og hlær. „Það eina sem maður óttast er að þegar það loksins kemur að manni þá er búið efnið.“ Ólafur Kristinn óttaðist það helst að efnið yrði búið loks þegar röðin kæmi að honum.Vísir „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég er búin að hlæja alla leiðina frá bílastæðinu,“ sagði Hrund Hjaltadóttir. Hvað er svona fyndið? „Bara allir þessir Íslendingar í svona röð,“ segir Hrund. Eiginmaður hennar, Guðmundur Guðnason, tekur undir. „Ég sagði við kunningja okkar sem við hittum í röðinni áðan að það væri ekki svona löng röð ef það væri útsala í ríkinu,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Hrund hlógu hreinlega að fjöldanum sem var saman kominn.Vísir „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum“ Þrettán hundruð skammtar voru eftir klukkan tvö í dag. Ragnheiður segir að hún hafi alls ekki áttað sig á því hve margir sem höfðu fengið fyrri sprautu fyrir fjórum vikum myndu freista þess að mæta í dag. Ragnheiður segir að um tíu þúsund manns hafi verið bólusettir í dag. „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum sem við gátum mögulega fundið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2 Fjármálaráðherra freistaði þess að fá sprautu Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra var mættur á svæðið um klukkan þrjú í dag en það eru fimm vikur síðan hann fékk fyrri sprautuna. „Ég átti ekki boð í dag en eftir klukkan tvö eru hinir mættir sem eru að reyna fá seinni sprautu,“ segir Bjarni. Nú hefur komið fram að vörnin sé ekki jafn góð ef það eru ekki liðnar átta vikur á milli, ertu ekkert smeykur við það? „Nei, ég held að ef það er boðið uppá þetta þá sé nú hægt að treysta því að það verði í lagi með mann,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra var á meðal þeirra sem fengu seinni skammt bóluefnis AstraZeneca í dag.Vísir Bjarni rétt náði sér í bóluefni og er nú fullbólusettur. Hann var heldur aftarlega í röðinni þegar fréttastofa ræddi við hann og fáir skammtar eftir. Því var ekki útséð með hvort hann fengi bóluefnaskammtinn sem hann sóttist eftir. „Við erum nú búnir að vera í gamni og alvöru að telja hausa hérna og við fengum fréttir af því að það væru þrettánhundruð skammtar í húsinu. Við erum bjartsýnir hérna, þeir sem eru með mér,“ sagði Bjarni áður en hann smeygði sér aftur í röðina til vina sinna.
Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira