Sjónarspilið verður sífellt minna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 19:08 vísir/vilhelm Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57