Þeir ætla að ræða nýjan Atlantshafssamning, þar sem fjalla á um umhverfis- og öryggismál meðal annars.
Biden mun einnig hitta Elísabetu Englandsdrottningu, mæta á fund G7 ríkjanna og sækja leiðtogafund Nató.
Að síðustu mun hann funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Genf í Sviss.
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu hyggst forsetinn ræða mörg mikilvæg mál við Pútín; meðal annars aðgerðir Rússa í Úkraínu, netárásir og fangelsun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny.
Biden hefur hótað Rússum hörðum viðbrögðum ef þeir sýna af sér „skaðvænlega hegðun“.