Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 09:45 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira