Vatnsþurrð í Grenlæk ógnar sjóbirtingsstofninum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:13 Á myndinni má sjá lítinn poll sem eftir er í farveg læksins. Myndin var tekin þann 3. júní síðastliðinn. Hafrannsóknarstofnun Alvarlegt ástand hefur skapast í Grenlæk í Landbroti vegna þurrka. Við vettvangsskoðun Hafrannsóknarstofnunar þann 3. júní síðastliðinn að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu fyrir ofan Stórafoss, eru þurrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn. Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn.
Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent