Hörð keppni um gullskóinn á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:01 Romelu Lukaku, Kylian Mbappé og Harry Kane eru allir líklegir til að skora mörk á EM. EPA Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta. Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira