Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2021 18:43 Bóluefnaröð við Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga. Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira