Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 11:32 Hilmir Hallgrímsson er ungur uppalinn leikmaður hjá Vestra sem er í stóru hlutverki hjá liðinu. Instagram/@vestrikarfa Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil. Dominos-deild karla Vestri Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil.
Dominos-deild karla Vestri Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira