Ítalir hafa ekki tapað landsleik í 33 mánuði og byrja EM á heimavelli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 15:34 Leonardo Bonucci fagnar Lorenzo Insigne eftir að sá síðarnefndi hafði skorað á móti Tékkum. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Það verður svakaleg sigurganga undir í kvöld þegar opnunarleikur Evrópumótsins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg. Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira