Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:06 Maðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin. Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin.
Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11