Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:06 Maðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin. Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin.
Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11