Dyggðaskreytingarárátta áhrifavalda Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. júní 2021 11:00 Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun