Fótbolti

Belling­ham sá yngsti frá upp­hafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jude Bellingham í þann mund að hann skráði sig í sögubækurnar.
Jude Bellingham í þann mund að hann skráði sig í sögubækurnar. EPA-EFE/Andy Rain

Jude Bellingham skráði sig í sögubækurnar þegar England lagði Króatíu 1-0 er liðin mættust á Wembley í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, kom inn á fyrir Harry Kane á 82. mínútu leiksins í gær. Þá var staðan þegar orðin 1-0 eftir að Raheem Sterling hafði komið Englandi yfir þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum.

Þó Sterling hafi stolið fyrirsögnunum þá var það innáskipting Bellingham sem var söguleg. Bellingham var nefnilega aðeins 17 ára og 349 daga gamall er hann kom inn af bekknum í gær. Það gerir hann að yngsta leikmanni í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu.

Aldrei hefur jafn ungur leikmaður spilað leik á EM. Það fór svo að England vann 1-0 og er komið í bílstjórasætið í D-riðli.

Stóra spurningin er hvort lið vilji vera í því sæti en mögulega gæti verið betra að enda í 2. sæti D-riðils heldur en 1. sæti þegar kemur að andstæðingum í 16-liða úrslitum.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Í fyrsta skipti sem England vinnur fyrsta leik á Evópumóti

England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi.

Sterling: Við verðum að halda áfram að vinna

Markaskorari Englendinga, Raheem Sterling, var virkilega ánægður með stigin þrjú eftir sigur liðsins gegn Króötum fyrr í dag. Sterling var valinn maður leiksins og hann segir það frábæra tilfinningu að skora á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×