Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 11:47 Fjölskyldan hér í fjallgöngu. Brynjar, Aníta (t.v.) og Brynja. Aðsend Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir hinnar fjögurra ára gömlu Anítu, vakti fyrst máls á atvikinu með Facebook-færslu sem hann birti í gær. Hann segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við færslu hans bendi til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í umræddri barnagæslu. Barnalandinu hefur nú verið tímabundið lokað í kjölfar atviksins, til þess að betrumbæta verkferla og tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur, að því er fram kom í tilkynningu frá Smárabíói, sem rekur Barnalandið. Brynjar hefur þó efasemdir um viðbrögðin. „Það hringdi kona frá þeim í mig seint í gærkvöldi, voðalega sorrí yfir þessu, og sagði að þau ætluðu að loka. Maður bara trúir því þegar maður sér það. Það hafa komið upp svo mörg mál þarna og aldrei neitt verið gert. Við ætlum alla leið með þetta,“ segir Brynjar. Með því að fara alla leið á hann við að málið verði kært til lögreglu, en hann á tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag vegna málsins. „Það virðist ekkert gert nema það sé farið í hart.“ Fór á milli hæða Í Facebook-færslunni umræddu lýsir Brynjar því að hann og eiginkona hans, Brynja H. Pétursdóttir, hafi verið í Smáralind ásamt dóttur sinni, Anítu. Sú síðastnefnda hafi fengið að fara í Barnaland. Hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun og snúið til baka klukkustund síðar, til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma í viðbót í barnagæslunni. Þá hafi hjónin tekið eftir því að skór dóttur sinnar væru ekki þar sem þeir áttu að vera, og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Fljótt hafi þó komið í ljós að dóttir þeirra væri hreinlega farin af svæðinu, og virtust starfsmenn lítið vita um málið. Dóttir þeirra fannst að endingu við þjónustuborðið í Hagkaupum, en til þess að komast þangað þurfti hún meðal annars að fara á milli hæða með rúllustiga. Brynjar er afar óánægður með viðbrögð starfsmanna barnagæslunnar á meðan hann og konan hans leituðu dóttur sinnar. „Starfsliðið sagði ekki neitt. Það hélt bara áfram að afgreiða og eitthvað,“ segir Brynjar og bætir við að hann og konan hans hafi þurft að beina því til starfsfólks að láta það ganga fyrir að finna týnt barn. Í „blakkáti“ meðan á leitinni stóð Brynjar segir ekki liggja fyrir hvað leið langur tími frá því dóttir hans fór á flakk um Smáralindina og þangað til hún fannst. „Við látum hana inn klukkan hálf fjögur og komum aftur rétt fyrir hálf fimm. Hún gæti þess vegna hafa verið á röltinu þarna heillengi. Hún þarf að fara þarna niður rúllustiga og þetta er heilmikil vegalengd fyrir svona lítið barn.“ Aðspurður áætlar Brynjar að um fimmtán mínútur hafi liðið frá því í ljós kom að dóttir hans væri horfin og þar til hún kom í leitirnar. Hann geti þó ekki sagt það með vissu, enda verið í hálfgerðu „blakkáti“ meðan á leitinni stóð, enda í talsverðu áfalli vegna málsins. Brynjar segir ekki annað koma til greina en að fara með málið alla leið. „Það verður bara að skylda þau til að taka þetta í gegn eða loka þessu,“ segir Brynjar og bætir við að hann voni að niðurstaða málsins verði sú að þessi mál komist í lag og ekkert þessu líkt komi fyrir aftur. Börn og uppeldi Smáralind Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Brynjar Þór Sigurðsson, faðir hinnar fjögurra ára gömlu Anítu, vakti fyrst máls á atvikinu með Facebook-færslu sem hann birti í gær. Hann segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við færslu hans bendi til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í umræddri barnagæslu. Barnalandinu hefur nú verið tímabundið lokað í kjölfar atviksins, til þess að betrumbæta verkferla og tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur, að því er fram kom í tilkynningu frá Smárabíói, sem rekur Barnalandið. Brynjar hefur þó efasemdir um viðbrögðin. „Það hringdi kona frá þeim í mig seint í gærkvöldi, voðalega sorrí yfir þessu, og sagði að þau ætluðu að loka. Maður bara trúir því þegar maður sér það. Það hafa komið upp svo mörg mál þarna og aldrei neitt verið gert. Við ætlum alla leið með þetta,“ segir Brynjar. Með því að fara alla leið á hann við að málið verði kært til lögreglu, en hann á tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag vegna málsins. „Það virðist ekkert gert nema það sé farið í hart.“ Fór á milli hæða Í Facebook-færslunni umræddu lýsir Brynjar því að hann og eiginkona hans, Brynja H. Pétursdóttir, hafi verið í Smáralind ásamt dóttur sinni, Anítu. Sú síðastnefnda hafi fengið að fara í Barnaland. Hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun og snúið til baka klukkustund síðar, til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma í viðbót í barnagæslunni. Þá hafi hjónin tekið eftir því að skór dóttur sinnar væru ekki þar sem þeir áttu að vera, og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Fljótt hafi þó komið í ljós að dóttir þeirra væri hreinlega farin af svæðinu, og virtust starfsmenn lítið vita um málið. Dóttir þeirra fannst að endingu við þjónustuborðið í Hagkaupum, en til þess að komast þangað þurfti hún meðal annars að fara á milli hæða með rúllustiga. Brynjar er afar óánægður með viðbrögð starfsmanna barnagæslunnar á meðan hann og konan hans leituðu dóttur sinnar. „Starfsliðið sagði ekki neitt. Það hélt bara áfram að afgreiða og eitthvað,“ segir Brynjar og bætir við að hann og konan hans hafi þurft að beina því til starfsfólks að láta það ganga fyrir að finna týnt barn. Í „blakkáti“ meðan á leitinni stóð Brynjar segir ekki liggja fyrir hvað leið langur tími frá því dóttir hans fór á flakk um Smáralindina og þangað til hún fannst. „Við látum hana inn klukkan hálf fjögur og komum aftur rétt fyrir hálf fimm. Hún gæti þess vegna hafa verið á röltinu þarna heillengi. Hún þarf að fara þarna niður rúllustiga og þetta er heilmikil vegalengd fyrir svona lítið barn.“ Aðspurður áætlar Brynjar að um fimmtán mínútur hafi liðið frá því í ljós kom að dóttir hans væri horfin og þar til hún kom í leitirnar. Hann geti þó ekki sagt það með vissu, enda verið í hálfgerðu „blakkáti“ meðan á leitinni stóð, enda í talsverðu áfalli vegna málsins. Brynjar segir ekki annað koma til greina en að fara með málið alla leið. „Það verður bara að skylda þau til að taka þetta í gegn eða loka þessu,“ segir Brynjar og bætir við að hann voni að niðurstaða málsins verði sú að þessi mál komist í lag og ekkert þessu líkt komi fyrir aftur.
Börn og uppeldi Smáralind Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira