Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2021 15:39 Eiður Smári á blaðamannafundi í desember þegar nýtt þjálfarateymi A-landsliðsins var kynnt til leiks. Eiður Smári og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, spiluðu saman á sínum tíma hjá Bolton á Englandi. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00