„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 09:01 Læknarnir og bræðurnir Morten og Anders Boesen hlaupa inn að völlinn til að huga að Christian Eriksen. AP/Martin Meissner Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira