Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 14:13 Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Vísir/Bára Dröfn Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45