Cristiano Ronaldo = all-time EURO top scorer
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 15, 2021
1 1 #EURO2020 pic.twitter.com/Df3N84J5Er
Ronaldo fór illa með nokkur færi í leik dagsins og lengi vel leit út fyrir að hann myndi ekki ná að stinga Platini ref fyrir rass.
Skömmu eftir að Evrópumeistararnir komust yfir fengu þeir vítaspyrnu. Að sjálfsögðu fór Ronaldo á punktinn af öryggi. Hann bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma og tryggði 3-0 sigur Portúgals.
Þar með þessi magnaði leikmaður orðinn markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
39 - Today is Cristiano Ronaldo's 39th appearance at a major tournament (European Championships & World Cup) for Portugal, an all-time record for a European player, overtaking Bastian Schweinsteiger's 38 appearances for Germany. Longevity. pic.twitter.com/MknlZrasBo
— OptaJoe (@OptaJoe) June 15, 2021
Ekki nóg með að Ronaldo hafi orðið markahæstur í dag heldur er hann líka leikjahæsti Evrópubúi sögunnar á stórmótum. Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger lék á sínum tíma 38 leiki á EM og HM en Ronaldo hefur nú bætt það met.
Hann hefur spilað 39 leiki til þessa og reikna má með að þeir verði allavega 42 að móti loknu.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.