Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:55 Alma Möller landlæknir telur að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01