UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 21:58 Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann er ekki hrifinn af. Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti